Friday, November 15, 2019
3 ára ábyrð á Linde 387 - 2 til 3.5 tonna rafmagnslyftara

Published on Thursday, October 2, 2014

3 ára ábyrð á Linde 387 - 2 til 3.5 tonna rafmagnslyftara

Á Sjávarútvegssýningunni bauð Íslyft 3 ára ábyrgð á Linde 387 lyfturum, sem hefur verið lang mest seldi lyftarinn á Íslandi síðan hann var kynntur fyrir 3 árum síðan. Ábyrgðin nær til hallatjakka, masturs, bremsa, stýrisbita og handbremsu. Smyrja skal mastur og aðra hluti með OMEGA feiti Meðal nokkra kosta Linde 387 er viðhaldsfríar blautbaðsbremsur, spólvörn, einstakur stýrisbiti, mastur með miklu útsýni, fullkomnar rafstýringar, tveir drifmótor, lágt uppgengi, toppásettir hallatjakkar og einstakt vinnuumhverfi. Íslyft býður mjög góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu en nær allir þeir hlutir sem geta bilað og skemmst í þessum lyftara eru til á lager. Auk góðrar viðgerðarþjónustu hefur Íslyft einnig góða dekkjaþjónustu þar sem meðal annars er boðið microskurður á dekkjum til að bæta enn frekar grip á blautum gólfum.

Author: SuperUser Account

Categories: Fréttir , Linde

Tags:

John Deere   |   Heim   |   Keyrslutjakkar og hillulyftarar   |   Starfsmenn   |   Linde   |   Notaðir   |   Merlo   |   Rafmagnsbílar   |   Dulevo   |   Fyrirspurn
@ petur svavarsson