Friday, November 15, 2019
Linde  - mest seldi rafmagnslyftarinn á Íslandi

Published on Saturday, April 28, 2012

Linde - mest seldi rafmagnslyftarinn á Íslandi

Linde 387 - 2.0 til 3.0 tonna rafmagnslyftarar

Linde rafmagnslyftarar hafa yfirburði á keppinauta sína. Við viljum leggja áherslu á að í Linde eru tveir drifmótorar sem m.a. minnkar dekkjaslit umtalsvert.    Sjálfvirk handbremsa,  hallatjakkar staðsettir ofaná tæki  ómetanlegt í fiskvinnslu.    Rafstýringar byggðar ofaná driföxull ávinningur af því er m.a. minna orkutap.   Nær viðhaldslaus og einstakur stýrisbiti.    Mikið útsýni í gengum mastur,  sérstaklega þegar borðið er saman þrefalt mastur á Linde  við möstur keppinauta.    Viðhaldslausar bremsur í olíubaði,  mælaborð staðsett efst í hægra horni - mjög hentugt þar sem unnið er í  röku og blautu umhverfi.


 

 

 

Auðveld rafhleðsla - fáanlegt innbyggð hleðslutæki

Tíminn  sem tekur að setja lyftara með ökumannshúsi í hleðslu, hefur styðst með tilkomu nýrrar kynslóðar af Linde rafmagnslyfturum. Tengillinn fyrir hleðslu lyftarans er staðsettur undir skottloki, og er honum einfaldlega stungið í samband við viðeigandi búnað, blásari sér um að hreinsa loftið frá rafgeymi.

Lágmarks dekkjaslit
 

 

Einstakir kostir Linde fjögurra hjóla rafmagnslyftara finnast þegar þungar vörur eru teknar úr hillurekkum, og stýri snúið í fulla beygju. Þegar stýri er snúið  í fulla beygju renna afturhjólin  ekki til (eins og er algengt hjá  samkeppnisaðilum), heldur fylgja þau vel á eftir. Þessi einstaka  virkni næst með beygjuskynjara sem gefur beina skipun til drifmótorana. Þegar beygja á afturhjóli fer yfir 70°, dregur innri drifmótor úr snúningi. Síðan snýst  lyftarinn í kringum punkt á miðjum framási - frekar en á innra drifhjóli. Með þessu næst orkusparnaður og dregur úr sliti á dekkjum. 

 


Fyrstir með Spólvörn

Tvöfalt mótordrif í Linde E20-50 hefur rutt brautina sem fyrstu lyftarnir með spólvörn. Hálka !  Ekkert mál. Rafstýring dreifir aflinu á milli tveggja riðstraums-mótora, ef annar mótorinn snýst hraðar þá er afl til hans minnkað. Spólvörnin ber saman hraða drifhjóla, ef spólvörnin skynjar að annað drifhjólið spólar,
endurstillir spólvörnin snúningshraðann þar til bæði drifhjólin fá fullt grip aftur.
 

 Neyðarstöðvun og sjálfvirk handbremsa
 Ef þú vilt fá bestu lyftarana hvað varðar frammistöðu, gerir þú kröfu um   bestu fáanlegu lausn á hemlunarbúnaði. Sem leiðandi í nýjungum, hefur Linde þróað nýtt hemlakerfi fyrir E20-50 rafmagnslyftarara með tveimur hemlunarrásum.
Hægt er að sjá kosti nýja búnaðarins þegar þrýst er á neyðarhnappinn að varan er enn  á göfflunum eftir neyðarstöðvun. Hjá samkeppnis-aðilum fellur varan af göfflunum og hafa  alvarleg slys   orðið af þess völdum. Þegar lyftarnir er stöðvaðir fer handbremsa sjálfkrafa á eftir tvær sekúndur og helst á jafnvel þó straumurinn sé rofinn.    Með þessu er hægt að koma í veg fyrir slys þar sem lyftari rennur stjórnlaust niður halla.
Linde E20-50 hefur nær viðhaldslausar bremsur í olíubaði.
 

 Rafgeymaskipti


 

 Linde E 20-50 rafmagnslyftarar bjóða ekki eingöngu upp á fjölbreytt úrval af lyfturum, heldur líka upp á einfalda aðferð við rafgeymaskipti. Boðið er uppá fjóra möguleika við  rafgeymaskipti

1. Rafgeymir með sérhannaðri pönnu.
2. Keðjur á lyftara.
3. Með C krók
4. Vökvadrifinn geymafærsla sem færir rafgeymir 60% út úr lyftara.
 
Til að halda betur utan um rafgeymaskipti er hægt að sjá  á skjá lyftarans stöðu rafgeymis og áætlaðan keyrslutíma sem eftir er fram að næstu hleðslu / rafgeymaskiptum.  Til auðvelda enn frekar hleðslu rafgeymis er hægt að fá innbyggt hleðslutæki.

Breið lína af lyfturum
Linde E20-50 rafmagnslyftarar henta nú enn betur þínum þörfum.
 
   Linde er eini framleiðandinn sem býður uppá breiða línu af gámagengum rafmagnslyfturum í öll verk hvort  sem um er að ræða vinnu við lága innganga, gáma eða aðstæður þar sem stjórnandinn þarf stöðugt að fara í og úr lyftaranum, svo sem við týnslu á vörum Við bjóðum upp á staðlaða lyftara sem eru  klæðskerasniðnir að þörfum notanda.  Hægt er að velja  á milli.

Lágur og stuttur með góðum rafgeymi.
Lágur og langur með orkumeiri rafgeymi.
Hár og stuttur  með orkumeiri rafgeymi
Hár og langur með enn orkumeiri rafgeymi.
 
Fyrir mjög þröng  svæði og fullkomna stjórnhæfni mælum við  með styttri  gerðum.
 
Fyrir hámarks lyftigetu og endingartíma rafgeymis mælum við með lengri gerðunum.

 
Aðlögunarhæfni að þörfum notandans 
 
Á mörgum vinnustöðum þarf  snögga lyftara á meðan aðrir þurfa langan líftíma á rafgeymum.
Linde E 20-50 rafmagnslyftarnir  bjóða uppá tvær  auka notandastillingar (hagkvæm og snerpa) - Tæknimenn okkar geta stillt lyftarann til að ná hinu fullkomna jafnvægi milli frammistöðu og orkusparnaðar Í prófunum þar sem lyftarar eru látnir framkvæma stöðluð verkefni til að sjá hvernig þeir standi sig í daglegum verkum svo sem  við lestun og aflestun,  sem vottuð er af “German Technical Inspection Association” (TÜV), náði Linde frammúrskarandi árangri . Í samanburði við þrjá helstu samkeppnisaðilana og eru Linde lyftarar hraðastir og öflugastir í öllum notenda stillingum
 
Stjórnbúnaður
 
Stjórnbúnaður  fyrir masturs-hreyfingar eru einstakar í Linde lyfturum, enda hafa samkeppnisaðilar reynt að líkja eftir næmni hans og snerpu án árangurs. Við hönnun lyftaranns leitast Linde við að gera vinnuumhverfi ökumanns eins þægilegt og kostur er. Gott ökumannssæti, gott útsýni og frábær stjórntæki.
 

Innbyggt hleðslutæki


 

Fáanlegt innbyggt hátíðni hleðslutæki. Hentar hvort sem lyftarar eru í vinnu við rykugt umhverfi eða í miklum kulda.

Hleður allar gerðir af rafgeymum hvar sem þú ert staddur.
 

 Þjónusta

 Miklil áhersla á lögð á eftirþjónustu við þau tæki sem Íslyft selur.  Við höfum fjölda af vel þjálfuðum þjónustumönnum ásamt vel útbúnum þjónustubílum.    Góður varahlutalager er ávallt til staðar fyrir Linde lyftara - enda treysta nær allir flutningsaðilar, fiskvinnslur og álverksmiðjur á okkar þjónustu.

 

 

  

 
 

 

Author: SuperUser Account

Categories: Fréttir , Linde

Tags:

John Deere   |   Heim   |   Keyrslutjakkar og hillulyftarar   |   Starfsmenn   |   Linde   |   Notaðir   |   Merlo   |   Rafmagnsbílar   |   Dulevo   |   Fyrirspurn
@ petur svavarsson