Friday, November 15, 2019

Published on Sunday, April 29, 2012

Linde 386

Rafmagnslyftarar 1.2 til 2.0 tonn

Ný og enn betri Linde lyftari – Linde 386 C með miðju stýrishjóliLinde 386 C 1.2 til 2.0 tonn
Allt snýst í kringum nýjan öxul. Enn og aftur hefur Linde teygt á tæknitakmörkunum. Öxullinn skilar miklu afli með lágmarks orku. Tæknilegt meistraverk, sem er bæði aflmikill og með lága bilanatíðni. Öxulinn sameinar samanþjappaða hönnun og hámarks nýtingu sem auðveldar hnökralausa og nákvæma skiptingu við erfiðustu aðstæður stjórnað af skynjurum tryggir hámarks nýtingu. Allir hlutar öxuls hafa verið sérstaklega hannaðir fyrir þessa nýju línu.
Öxulinn er með bremsum í olíubaði og er þar með mjög viðhaldslítill. Fyrir utan olíu er enginn annar þjónustukostnaður, og öxulinn mun endast kröfuhörðum notendum án bilana. Lokuðum og þéttum rafstýringum er komið fyrir á drifás til hafa rafmagnsþræði eins stutta og mögulegt er til að hámarka nýtingu á orku. Öxullinn og rafstýringar eru þéttar gagnvart óhreinindum og vatni, til að skapa vandræðalausa notkun við allar aðstæður. Ólíkt hefðbundnum lyfturum hefur þessi nýja Linde lína virkt kælikerfi sem stjórnað af skynjurum sem tryggja bestu mögulegu nýtingu á mótorafli jafnvel í mikilli notkun og í heitu umhverfi.
Beygjuskynjari á stýrisás stjórnar snúningshraða á hjólum, sjálfstætt á hvoru drifhjóli eftir stöðu á stýri. Þegar lyftara er beygt , er afl sjálfvirkt minnkað til þess hjóls sem er innar í sveignum. Með þessu sparast orka og fæst betri stýring. Einnig minnkar þessi nýjung slit á dekkjum. Því meira útsýni fyrir stjórnanda, því meiri afköst. Linde lyfturum er auðvelt að stjórna og eru einstaklega öruggir í notkun. Ástæðan er ekki eingöngu einstök hönnun á drifkerfi heldur líka frumleg hönnun og fyrirkomulag á skrokki, húsi og mastri. Stjórnandi situr fyrir neðan sjálfberandi ramma og öryggisgrind ”Linde Protector Frame”. Hann er hannaður til að fullnægja tveimur aðgerðum: Vernda ökumann og gera hleðslu stöðuga. Einstakir, skáhallir toppásettir hallatjakkar jafna þyngdardreifingu og stöðuleika við lyftingu, lækkun og hallastjórnun.
Mastur og driföxull eru sjálfstæðir frá skrokk til að koma í veg fyrir högg frá keyrslu leiði til ökumanns eða skrokk lyftara. Árangurinn af sjálfstæðri hönnun er öruggari meðhöndlun á vöru við allar aðstæður og minnkar kostnað við vörumeðferð

Author: SuperUser Account

Categories: Linde

Tags:

John Deere   |   Heim   |   Keyrslutjakkar og hillulyftarar   |   Starfsmenn   |   Linde   |   Notaðir   |   Merlo   |   Rafmagnsbílar   |   Dulevo   |   Fyrirspurn
@ petur svavarsson