Saturday, January 25, 2020
Merlo Compact

Published on Sunday, May 20, 2012

Merlo Compact

Merlo 28.8 og 32.6

Stundum er ekki þörf eða pláss fyrir Merlo Panoramic eða Turbofarmer – jafnvel þó þeir séu ekki fyrirferðarmiklir. Þess vegna ef þörf er á svipuðum afköstum og lyftihæð  en vinna á við þröngar aðstæður þá er Merlo Compact  rétta tækið.

Eins og allir aðrir Merlo lyftarar hefur Merlo Compact hydrostatic drifbúnað.  Með honum næst algjörlega sparneytinn og hnökralaus akstur.     Hámarkshraði fer eftir gerðum 25 til 40 km/klst.

Breitt og bjart ökumannshús (breidd 995 mm) með miklu útsýni (glermál 4.3 m2) og topprúðu.  Auðvelt aðgengi í gegnum stórar dyr, mikið pláss fyrir ökumann.   Sæti með loftdempun fáanleg sem aukabúnaður.  Öllum stjórntækjum komið haganlega fyrir.  Aksturstefnu breitt annað hvort í stýrissúlu eða í stjórnstöng (joystick) - Ökumannshús er vottað fyrir falli og veltu samkv. staðli FOPS og ROPS.   Hægt að opna dyr til hálfs eða að öllu leyti 180°.

Gott aðgengi er að vél sem liggur langsum í tækinu sem gerir alla þjónustu við lyftaran einstaklega auðveldan.

Bóma gengur eftir plastfóðringum sem bæði er auðvelt og ódýrt að viðhalda.

Hægt er að fá á tækið glussakrók til að draga vagna.

 

 Niðurhlaða myndalista

Niðurhlaða myndalista

 Lyftihæð
Hægt er að fá tvær lyftihæðir,  6.4 metra tvöfalda bómu  eða 8.2 metra þrefalda bómu. Báðar gerðir eru hraðvirkar og nákvæmar.
Eins og í öllum Merlo lyfturum eru allir vélrænir hlutir byggðir inní bómu en með því lágmarka möguleika á skemmdum.


Vél
Merlo 28.8 og 32.6 hefur Kubota 101 hö / 4 Tier IV "Common Rail" díselvél með forþjöppu og fullkomnum sjálfvirkum sótsíubúnaði.
 

Allar Compact hafa fastan framöxul, þar sem hátt er undir lægsta punt. Fáanlegt er læst mismunadrifi bæði á fram- og afturöxul.
 

Dempun
Hægt er fá BSS (Boom suspension – accumulator) dempun sem mýkir allar hreyfingar á mastri þegar keyrt er. 


 

“Load-sensing” vökvakerfi
Einfaldari gerðir af Merlo Compact hafa vökvakerfi með gírdælu. Bæði einfalt og sterkbyggt.  Fáanleg Load-sensins dæla fyrir vökvakerfið sem dælir breytilegu vökvamagni eftir þörf notanda á sama snúningi vélar. Það innfelur meira flæði (117 ltr/min) til að drífa fylgihluti. Eins gefur það mýkri og áhrifameiri stjórnun.
 

   Mikið útsýni - beyjur og drif á öllum hjólum  Stjórntækjum hagalega komið fyrir

 

   

 

 

 

 

 

Author: SuperUser Account

Categories: Merlo skotbómulyftarar

Tags:

John Deere   |   Heim   |   Keyrslutjakkar og hillulyftarar   |   Starfsmenn   |   Linde   |   Notaðir   |   Merlo   |   Rafmagnsbílar   |   Dulevo   |   Fyrirspurn
@ petur svavarsson