Íslyft óskar Alcoa Fjarðaál innilega til hamingju með 6 nýja Linde lyftara. Gísli framkvæmdarstjóri Íslyft afhenti Tor Arne forstjóra Fjarðaáls formlega í upphafi árs. Allir lyftararnir eru búnir lithium batteríum og eru þeir fyrstu sem keyptir eru til Alcoa í Evrópu og er það skref í átt að umhverfisvænni starfsemi að skipta út lyfturum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Ekki er síður mikilvægt að þeir bæta starfsumhverfið þar sem útblástur CO2 á framleiðslusvæðum minnkar.

„Lyftararnir eru allir búnir nýjustu tækni eins og tölvustýrðu loftræstikerfi, 360° myndavélakerfi, bakkskynjara og besta sæti sem völ er á,“ segir Benedikt Stefánsson áreiðanleikasérfræðingur ökutækja í viðhaldsteymi Fjarðáls. „Við reiknum með að þessir lyftarar verði mun hagstæðari í rekstri og viðhaldi en dísellyftarar. Ekki þarf að skipta um vélar, startara, síur og olíu. En umgengni starfsfólks er grunnurinn til þess að það náist“, ítrekar Benedikt að lokum.

Íslyft óskar Alcoa Fjarðaál innilega til hamingju með nýju lyftarana og óskar þeim alls hins besta með nýju tækin og þökkum fyrir gott samstarfs síðustu ára

Myndaniðurstaða fyrir norðurál

 

Norðurál hefur pantað 2 nýja Linde lyftara þar á meðal Linde lyftara með lithium batterí. Við óskum Norðurál til hamingju með tækin sem verða afhent snemma árs 2020. Þau bætast við hóp fleiri lyftara og dráttarbíla frá Íslyft og þökkum við Norðurál fyrir gott samstarf á liðnum árum.