Hér að neðan má finna úrval tækja s.s. lyftara, dráttavéla, liðléttinga, götusópa og margt fleira.
Skoðið úrvalið og hafið samband í 514-1600 eða sendið okkur fyrirspurn á netinu eða solumenn@islyft.is
Linde lyftarar
Linde lyftararnir hafa verið mest seldu lyftara á Íslandi frá 2004 eftir að Íslyft tók við umboðinu og hafa fyrir löngu sannað gildi sitt hér á landi. Yfir 2.000 Linde tæki hafa verið flutt inn til landsins frá upphafi.
Manitou
Manitou hefur um árabil verið þekktasta vörumerki á Íslandi á sviði skotbómulyftara. Þeir hafa notið mikill vinsælda í byggingariðnaði, hjá iðnaðarfyrirtækjum sem og í landbúnaði. Hægt er að fá tækin með mannkörfu og þá er Manitou með sérstaka vörulínu með fjölhæfum vinnulyftum sem snúast 360°.
John Deere
Íslyft tók við umboði fyrir John Deere dráttavélar árið 2017 og hefur hlutdeild John Deere á Íslandi aukist jafnt og þétt síðan þá. John Deere er leiðandi dráttavélaframleiðandi í Evrópu og Bandaríkjunum og er eitt þekktasta vörumerki heims á sviði landbúnaðartækja. Tækin fást í ýmsum stærðum og útfærslum. Við bjóðum upp á alhliða þjónustu og viðgerðir og getum útvegað varahluti í öll tæki með hraði.